Lögðu hald á ólöglega mjólk

Eitt af því sem reynt er að selja milli landa …
Eitt af því sem reynt er að selja milli landa á fölskum forsendum eru hversdagslegar matvörur eins og kjöti, fiskur, kaffi og súkkulaðistykki. mbl.is/Styrmir Kári

Í byrjun þessa mánaðar stóðu Tollgæslan, Matvælastofnun og eitt heilbrigðiseftirlitssvæði fyrir aðgerðum gegn innflutningi og sölu á fölsuðum og ólöglegum matvælum og drykkjum.

Aðgerðirnar eru hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni Europol og Interpol og voru framkvæmdar í samstarfi við tengslafulltrúa Íslands hjá Europol og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra.

Hér á landi skoðuðu tollayfirvöld matvælasendingar frá fyrirfram ákveðnum ríkjum en Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlitið framkvæmdu markaðseftirlit innanlands. Í aðgerðunum var m.a. lagt hald á ólöglega mjólk sem var til sölu í stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu en ekki er hægt að greina frá frekari niðurstöðum aðgerða á Íslandi að svo stöddu.

Samstarfsverkefnið ber heitið Opson II og er liður í baráttunni gegn sölu og dreifingu á hvers kyns fölsuðum og ólöglegum vörum, allt frá hversdagslegum matvörum eins og kjöti, fiski, kaffi og súkkulaðistykkjum uppí lúxusvörur eins og trufflur og kavíar. Brotastarfsemin reynist oft vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi en í aðgerðum tengt Opson II hefur alls verið lagt hald á rúmlega 235 tonn af vörum og matvælum sem margar eru taldar vera hættulegar neytendum.

Alls tóku 29 lönd þátt í verkefninu að þessu sinni en frekari upplýsingar má nálgast á eftirfarandi vefslóðum:

Fréttatilkynning Europol vegna Operation Opson II og frekari upplýsingar um verkefnið

Upplýsingasíða Interpol um verkefnið Operation Opson II

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert