Talið í dag hjá VG í NA-kjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar Óskarsson

Atkvæði sem greidd voru í póstkosningu VG í Norðausturkjördæmi verða talin í dag og er reiknað með að úrslit verði ljós um miðjan dag.

Níu frambjóðendur forvalinu. Steingrímur J. Sigfússon bauð sig einn fram í fyrsta sætið en þrjár konur stefndu á annað sætið.

Frambjóðendur í forvalinu eru í stafrófsröð: 

Ásta Svavarsdóttir  - 3.-4. sæti

Bjarkey Gunnarsdóttir – 2. sæti

Bjarni Þóroddsson – 3.-6.  sæti

Björn Halldórsson – 3. sæti

Edward H. Huijbens -  3. sæti

Ingibjörg Þórðardóttir – 2. sæti

Sóley Björk Stefánsdóttir – 2. sæti

Steingrímur J. Sigfússon – 1. sæti

Þorsteinn Bergsson 3. sæti

VG fékk þrjá þingmenn í NA-kjördæmi í síðustu kosningum. Þuríður Backman sækist ekki eftir endurkjöri og Björn Valur Gíslason ákvað að bjóða sig fram í Reykjavík, en hann fékk ekki þann stuðning sem hann vonaðist eftir.

Samkvæmt reglum VG verður kona í öðru sæti ef karl verður í fyrsta sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert