Vona að húsin fái að standa í Heiðmörk

Ragna Þorsteins stendur frammi fyrir því að þurfa að fjarlægja …
Ragna Þorsteins stendur frammi fyrir því að þurfa að fjarlægja sumarhúsið sitt fyrir áramót. mbl.is/Ómar

Engir af eigendum um tuttugu sumarhúsa í Heiðmörk eru farnir að búa sig undir að fjarlægja húsin.

Um áramótin rennur út frestur sem Orkuveitan gaf þeim til að fjarlægja öll mannvirki af lóðunum. Fyrirtækið ætlar ekki að endurnýja lóðarleigusamningana.

Ragna Þorsteins segist enn halda í þá von að sumarhús hennar í Heiðmörk fái að standa, en húsið hefur verið í eigu fjölskyldunnar í rúm sjötíu ár. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún húsið hafa mikið tilfinningalegt gildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert