Forysta í öllum kjördæmum ákveðin

Björt Ólafsdóttir leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Björt Ólafsdóttir leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Fjörutíu manna stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti skipan í efstu sæti framboðslista flokksins um land allt á fundi sínum á miðvikudagskvöld. Björt Ólafsdóttir og Heiða Helgadóttir leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Sex manna nefnd, sem hefur unnið að því að stilla upp listum fyrir Bjarta framtíð undanfarna mánuði, lagði fram tillögur að fjórum til fimm efstu mönnum í öllum kjördæmum.

Stjórnin samþykkti tillögurnar einróma.

Efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmi norður verða þannig skipuð:

1. Björt Ólafsdóttir, fráfarandi formaður Geðhjálpar og ráðgjafi hjá Capacent.
2. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins.
3. Eldar Ástþórsson, markaðsmaður hjá CCP.
4. Friðrik Rafnsson þýðandi.
5. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.

Aðrir listar Bjartrar framtíðar verða kynntir á næstu dögum. Þegar hafa verið tilkynnt efstu sætin í Suðvesturkjördæmi en þar verður Guðmundur Steingrímsson alþingismaður í fyrsta sæti.

Fjölmiðlar hafa greint frá því að Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins, leiði listann í Norðausturkjördæmi og að Róbert Marshall alþingismaður leiði listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þar verður borgarfulltrúinn og tónlistarmaðurinn Óttarr Proppé einnig á lista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert