„Mikil neyð hjá mörgu fólki“

Sigurveig Bergsteinsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Akureyrar
Sigurveig Bergsteinsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Akureyrar Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson

Hjálparstarfinu á Eyjafjarðarsvæðinu bárust 300 beiðnir um aðstoð fyrir jólin. Á bak við hverja umsókn getur verið allt fá einum einstaklingi upp í sex til átta manna fjölskyldu, þannig að ekki hægt að áætla nákvæmlega hversu margir njóta hjálpar. Sigurveig Bergsteinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, segir sannarlega víða þröngt í búi. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Vikudegi.

„Já, það er mikil og skelfileg neyð víða og margir þarfnast aðstoðar. Í stærsta hópnum er fólk sem er á einhverjum bótum. Hjá þessu fólki er þröngt í búi og nánast ekkert má út af bregða. Ef bíllinn bilar, aukast útgjöldin og ef einhver önnur óvænt útgjöld verða, fer fjárhagurinn hreinlega úr skorðum. Og staðan hjá fólki sem er í eigin húsnæði er í mörgum tilvikum brothætt, svo ekki sé meira sagt.“

Að hjálparstarfinu standa Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert