„Þetta er mjög undarlegt“

Það er svaka­legt magn þarna af dauðri síld. En ég er þó ekki viss um að ástandið sé að versna. Lík­legra er að hún hafi safn­ast sam­an á þess­um til­tekna stað því það er stór­streymt og hún gæti hafa sóp­ast fram og til baka með öld­un­um,“ seg­ir Ró­bert Arn­ar Stef­áns­son, líf­fræðing­ur í Stykk­is­hólmi, sem fór í Kolgrafa­fjörð í gær til að kanna aðstæður. Hann hafði farið á sama svæði dag­inn áður. Þá seg­ist hann hafa séð lif­andi síld inn­an um þá dauðu en í gær hafi allt verið steindautt.

„Þetta er mjög und­ar­legt og líka sú staðreynd að dauð síld sé um all­ar fjör­ur fjarðar­ins inn­an brú­ar. Það er alls staðar dauð síld.“

Ró­bert seg­ist ekki halda að meira magn af dauðri síld hafi verið í firðinum í gær en í fyrra­dag. „En það get­ur vel verið að meira magn eigi eft­ir að ber­ast á land. Ef maður fer út að strönd­inni þá sér maður dauða síld alls staðar ofan í sjón­um.“

Ró­bert seg­ir síld­ina alls ekki horaða. Hún sé í fínu ástandi. Hann seg­ist ekki full­viss um hvað or­saki síld­ar­dauðann en tel­ur hægt að úti­loka nokkr­ar kenn­ing­ar. Magnið og sú staðreynd að hún sé um all­an fjörðinn, úti­loki t.d. að dauðinn teng­ist há­hyrn­ing­um eða sel­um á veiðum.

„Menn hall­ast að því að það hafi orðið þarna snögg kæl­ing. Ég tel það ekki ólík­leg­ustu skýr­ing­una.“

Hann seg­ist vona að rann­sókn­ir Haf­rann­sókna­stofn­un­ar eigi eft­ir að leiða sann­leik­ann í ljós.

Nú um helg­ina fóru menn úr Grund­arf­irði á báti inn á Kolgrafa­fjörð og könnuðu ástand síld­ar­inn­ar. Sam­kvæmt heim­ild­um Skessu­horns fundu þeir gríðarlegt magn dauðrar síld­ar á botni fjarðar­ins en ekk­ert líf. 

Stefán seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki vanti upp á fugla­lífið. „Það er þarna gríðarlegt fugla­líf og mik­ill veisla fyr­ir fugl­ana.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert