Þingstörfum hvergi nærri lokið

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Golli

Ekki er út­lit fyr­ir að þing­störf­um ljúki á næst­unni. Ill­ugi Gunn­ars­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að staðan sé óbreytt, mörg mik­il­væg mál liggi fyr­ir þing­inu og ekki sé búið að semja um meðferð þeirra. Á meðal þeirra mála sem stjórn­ar­flokk­arn­ir vilji klára sé ramm­a­áætl­un­in.

Ill­ugi seg­ir að hann eigi al­veg eins von á því að þing­hald verði nán­ast ofan í jól­in, því að mál­in sem verið sé að fást við séu þess eðlis að þau muni taka tíma. „Þeirra á meðal eru ramm­a­áætl­un­in, fjár­lög­in, bandorm­ur­inn og breyt­ing­ar á toll­um og vöru­gjöld­um sem allt eru mjög um­deild og stór mál og síðan fjöldi annarra smærri mála sem verður að klára fyr­ir ára­mót­in. Við það bæt­ast svo önn­ur mál sem menn eru að velta fyr­ir sér hvort  nauðsyn­legt sé að klára í des­em­ber eða hvort þau geti beðið fram í janú­ar, þannig að það er heil­mikið eft­ir hjá þing­inu.“

Ill­ugi seg­ir að það sé mjög rík krafa hjá stjórn­ar­flokk­un­un­um að ramm­a­áætl­un­in verði á meðal þeirra mála sem verði kláruð núna fyr­ir ára­mót­in. Hann eigi þess vegna von á því að umræðan um ramm­a­áætl­un­ina muni halda áfram á morg­un þó að hann geti ekki full­yrt neitt um það. „Umræðu um ramm­a­áætl­un­ina er ekki lokið og í kjöl­far sam­eig­in­legs fund­ar um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar og at­vinnu­vega­nefnd­ar á laug­ar­dag­inn með full­trú­um ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins er eðli­legt að málið verði rætt í þingsaln­um á morg­un.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert