Bernhöftsbakarí borið út

Bernhöftsbakarí.
Bernhöftsbakarí. Sigurgeir Sigurðsson

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að eignarhaldsfélaginu B13 sé heimilt að fá Bernhöftsbakarí borið með beinni aðfarargerð út úr húsnæði B13 á jarðhæð fasteignarinnar að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.

Forsvarsmenn B13 byggðu kröfu sína á því að leigusamningur sé útrunninn og að Bernhöftsbakarí sé í húsnæðinu í leyfisleysi og í óþökk eigenda þess. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafi húsnæðið ekki verið rýmt.

Héraðsdómur féllst á að Bernhöftsbakarí hefði verið send áskorun um að rýma hið leigða húsnæði innan tveggja mánaða frá því að leigutíma lauk og því hafi leigusamningurinn ekki framlengst ótímabundið.

Hæstiréttur staðfesti svo úrskurðinn með vísan til forsendna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert