Bernhöftsbakarí borið út

Bernhöftsbakarí.
Bernhöftsbakarí. Sigurgeir Sigurðsson

Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur þess efn­is að eign­ar­halds­fé­lag­inu B13 sé heim­ilt að fá Bern­höfts­bakarí borið með beinni aðfar­ar­gerð út úr hús­næði B13 á jarðhæð fast­eign­ar­inn­ar að Bergstaðastræti 13 í Reykja­vík.

For­svars­menn B13 byggðu kröfu sína á því að leigu­samn­ing­ur sé út­runn­inn og að Bern­höfts­bakarí sé í hús­næðinu í leyf­is­leysi og í óþökk eig­enda þess. Þrátt fyr­ir ít­rekaðar áskor­an­ir hafi hús­næðið ekki verið rýmt.

Héraðsdóm­ur féllst á að Bern­höfts­bakarí hefði verið send áskor­un um að rýma hið leigða hús­næði inn­an tveggja mánaða frá því að leigu­tíma lauk og því hafi leigu­samn­ing­ur­inn ekki fram­lengst ótíma­bundið.

Hæstirétt­ur staðfesti svo úr­sk­urðinn með vís­an til for­sendna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert