Vinnubúðir frá Fjarðaáli í Reyðarfirði verða notaðar til að byggja upp 80-100 manna hótel á 8-10 stöðum á landinu, ef hentugar lóðir fást.
Stjórnendur Stracta Construction sem er eigandi vinnubúðanna hafa rætt hugmyndina við sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi, Húsavík og víðar. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti að ræða við fyrirtækið um hugsanlega lóð í Vík.
Hreiðar Hermannsson framkvæmdastjóri stefnir að því að koma upp þremur hótelum á næsta ári og hinum á árinu 2014. Opið verður allt árið. Hótelin verða rekin sem ein heild.