Ólögleg mjólk til sölu í stórmarkaði

Kannað var hvort ólögleg matvæli væri að finna á Íslandi.
Kannað var hvort ólögleg matvæli væri að finna á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Meðal þess sem lagt var hald á í aðgerð tollgæslunnar, Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins gegn innflutningi ólöglegra eða falsaðra matvæla og drykkja í byrjun desember var ólögleg mjólk sem var til sölu í stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

„Þessi kúamjólk var flutt inn frá ríki sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Hún hefði þurft að hafa gilt heilbrigðisvottorð og fara í skoðun á landamærastöðvum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar, í umfjöllun um  mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert