Róbert í fyrsta sæti og Óttarr í öðru

Róbert Marshall
Róbert Marshall mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Róbert Marshall, alþingismaður, og Óttarr Proppé, borgarfulltrúi, verða í tveimur efstu sætunum á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Fjörutíu manna stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti skipan í efstu sæti framboðslista flokksins um land allt á fundi sínum  í síðustu viku.

Efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmi suður verða þannig skipuð: 

1. Róbert Marshall alþingismaður.

2. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi í Reykjavík.

3. Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri bókhalds- og rekstrarþjónustunnar Hagsýn.

4. Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ.

5. Tryggvi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. 

Aðrir listar Bjartrar framtíðar verða kynntir á næstu dögum. Þegar hefur verið tilkynnt að efstu sætin í eftirfarandi kjördæmum:

Reykjavíkurkjördæmi norður: 

1. Björt Ólafsdóttir, fráfarandi formaður Geðhjálpar og ráðgjafi hjá Capacent.
2. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins.
3. Eldar Ástþórsson, markaðsmaður hjá CCP.
4. Friðrik Rafnsson þýðandi.
5. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.

Suðvesturkjördæmi verða þannig skipuð:

1.sæti Guðmundur Steingrímsson alþingismaður. 
2.sæti Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar. 
3.sæti Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og formaður BHM. 
4.sæti Erla Karlsdóttir varabæjarfulltrúi í Kópavogi og doktorsnemi í heimspeki. 
5.sæti Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert