Sex þúsund þurfa á aðstoð að halda

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/Ernir

Fjölskylduhjálp Íslands segir mikla neyð ríkja hjá þúsundum manna, en nú um jólin muni um 6.000 manns njóta aðstoðar samtakanna.

Í tilkynningu segir að fjöldi manna hafi bæst í hóp þeirra er hafi sótt um aðstoð síðustu tvær vikurnar.

„Fólk sem taldi sig geta fjármagnað jólahaldið sækir nú um á síðustu stundu þar sem um algjört peningaleysi að ræða.  Það er stöðugt verið að skrá niður fólk fyrir jólaaðastoð og verður skráningu haldið áfram á morgun og næstu daga ef þörf krefur,“ segir tilkynningu.

Nánar um Fjölskylduhjálp Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert