Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlög næsta árs þess efnis að gildistaka fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á útleigu hótel- og gistiherbergja úr 7% í 14% frestist um fjóra mánuði.
Í greinargerð með tillögunni segir að í stað þess að hún taki gildi 1. maí hækki virðisaukaskatturinn 1. september 2013. "Þar með er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti lækki um 575 m.kr. frá því sem áætlað var."