Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir að talsverður árangur hafi náðst í dag þegar viðræður hófust um sex málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB á ríkjaráðstefnu sem fram fór í Brussel. Hann segir að enn sé þó eftir að ná lendingu hvað varðar sjávarútvegsmál.
„Árangurinn sem við höfum náð í dag er talsvert afrek og jafnframt er þetta mikil hvatning varðandi þau krefjandi málefni sem við eigum enn eftir að komast að samkomulagi um,“ sagði Füle.
Viðræður eru nú hafnar um 27 af þeim 33 samningsköflum sem fjallað er um. Kaflarnir sem opnaðir voru í morgun varða efnahags- og peningamál, byggðastefnu og samræmingu uppbyggingarsjóða, umhverfismál, utanríkistengsl, skattamál og frjálsa vöruflutninga.
Nánar um viðræðurnar á vef utanríkisráðuneytisins.