Gakk í björg og bú með oss

Tómas Ingi Olrich
Tómas Ingi Olrich

„Danir segja þá, sem eru ómótstæðilegir, vera „charmetrold“. Slík tröll dáleiða viðmælendur á þægilegan hátt. Göran Persson er eitt slíkt“ segir Tómas Ingi Olrich, fv. alþm., í grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni segir Tómas Ingi m.a.: „Hann var hér fyrir skömmu og hélt erindi. Þá kom hann í sjónvarpsviðtal í ríkisfjölmiðlinum. Í fyrsta lagi tvítók hann, að Íslendingar hefðu komið lagi á ríkisfjármál sín. Að vísu dró hann nokkuð skyndilega í land síðar meir, þegar fréttamaður spurði hvort framtíðin væri ekki björt. Hún gæti verið það, sagði Persson, en það væri hins vegar búið að taka mikið út á reikning framtíðarinnar. Ókomin ár gætu því orðið snúin. Hin stórtíðindin sneru að vandræðaganginum innan ESB og þó einkum á evrusvæðinu. Persson var á því að þar á bæ væri ekki allt sem sýndist. Það þyrfti skarpskyggni til að átta sig á raunverulegum styrkleika Evrópusambandsins og evrunnar. Besta vísbendingin um leyndan styrkleika evrunnar væri sú ákvörðun Svisslendinga að tengja svissneska frankann við evruna. Þannig væru þeir búnir að átta sig á mikilvægi evrunnar til lengri tíma.“

Lokaorð þingmannsins fyrrverandi eru þessi: „Ríkisstjórnin hefur lagt ofurkapp á að koma þjóðinni í ESB. Hraðferðin, sem lagt var upp í, hefur breyst í vergang og betl. Engu að síður er lítill hluti þjóðarinnar nú þegar farinn að haga sér eins og undirsátar bandalagsins. Í þeim flokki sitja menn hógværir undir föðurlegum útskýringum foringjanna og bíða þess prúðir að ganga í björgin. Þar rauður loginn brann.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert