Sunnan- og suðvestanlands, og ef til vill víðar, má áfram gera ráð fyrir hélumyndun á vegum fram á kvöld á meðan helst hægviðri og loftið er jafn rakt og raun ber vitni. Í nótt hvessir af austri syðst á landinu og reiknað er með hviðum 30-40 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum frá því seint í nótt.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Færð og aðstæður
Hálka er á Sandskeiði en hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða hálkublettir eru víða bæði á Suður- og Vesturlandi.
Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. Þæfingur er norðan Bjarnarfjarðar á Ströndum og ófært er yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.
Á Norðurlandi vestra er hálka.
Á Norðausturlandi er flughált á Breknaheiði. Hálka eða snjóþekja eru mjög víða en þungfært á Dettifossvegi.
Á Austurlandi er víða hálka eða snjóþekja.
Á Suðausturlandi eru hálkublettir nokkuð víða.
Lokun
Vattarnesvegur (vegur 955-05) verður lokaður í dag 18.12 og á morgun rétt utan við Fáskrúðsfjörð, vegna lagningarvinnu í gegnum vegin við bræðsluna á Fáskrúðsfirði.
Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi
Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.Sjá staðsetningu hreindýra hér.