„Það er allt stopp“

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hef­ur allt verið stopp um nokk­urn tíma,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, um viðræður rík­is­ins og op­in­berra starfs­manna um líf­eyr­is­mál. Meðan svo er geti ASÍ og SA ekki hrundið í fram­kvæmd áform­um um hækk­un iðgjalds í al­mennu líf­eyr­is­sjóðina.

Vil­hjálm­ur sagðist ekki eiga von á að líf­eyr­is­mál verði mikið rædd í viðræðum sem nú standa yfir um for­send­ur kjara­samn­inga.

Við gerð síðustu kjara­samn­inga skrifuðu full­trú­ar ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins und­ir yf­ir­lýs­ingu um líf­eyr­is­mál þar sem gert er ráð fyr­ir að vinnu­veit­end­ur hækki iðgjöld í líf­eyr­is­sjóði úr 12% í 15,5%. Gert var ráð fyr­ir að hækk­un­in kæmi til fram­kvæmda á sjö árum. For­senda fyr­ir sam­komu­lag­inu var að all­ur vinnu­markaður­inn yrði á sam­bæri­leg­um líf­eyr­is­rétt­ind­um, en í dag eru líf­eyr­is­rétt­indi op­in­berra starfs­manna tals­vert hærri en fólks sem starfar á al­menn­um vinnu­markaði.

„Við höf­um verið í vinnu með op­in­ber­um starfs­mönn­um og rík­inu um líf­eyr­is­mál. Til­fellið er að það er kannski ekki svo óra­langt á milli manna um upp­bygg­ingu á framtíðarlíf­eyr­is­rétt­ind­um. Það gæti gengið upp á 15 árum. Vand­inn er hins veg­ar nú­ver­andi líf­eyri­s­kerfi op­in­berra starfs­manna og hvernig hægt er að skilja við það, þ.e. hvernig menn fara úr því sem menn búa við í dag og í það sem kem­ur. Það er hlut­verk op­in­berra starfs­manna og þeirra vinnu­veit­enda að leysa úr því. Það hef­ur ekki tek­ist og það hef­ur allt verið stopp þar um nokk­urn tíma. Meðan svo er get­um við ekki gengið frá samn­ing­um við Alþýðusam­bandið um líf­eyr­is­mál, en við vor­um í raun og veru bún­ir að skrifa upp á stefnu­mark­andi pakka í þeim mál­um og hefðum viljað geta klárað það mál,“ sagði Vil­hjálm­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert