Tillaga meirihlutans vekur athygli erlendis

Norden.org

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph fjallar í dag um þingsályktunartillögu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði sett til hliðar og málið ekki tekið upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Ríkisstjórn Íslands er klofin í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu á sama tíma og hún færist nær inngöngu í sambandið,“ segir í fréttinni og ennfremur að utanríkismálanefnd þingsins hafi lagt til að frekari viðræðum verði hætt þvert á afstöðu ríkisstjórnarinnar sem vilji halda áfram ferðinni inn í Evrópusambandið.

Fram kemur að andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hafi vaxið á meðal Íslendinga sem hafi upplifað öflugan efnahagsbata í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 á sama tíma og evrusvæðið standi áfram höllum fæti. Vitnað er að lokum í nýlega skoðanakönnun Capacent um að 53,5% vilji draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka en 36,4% vilji halda henni til streitu.

Fréttavefurinn Euobserver.com greinir einnig frá þingsályktunartillögu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis í dag samhliða því sem fjallað er um það að Evrópusambandið hafi opnað sex nýja kafla „í umdeildum stækkunarviðræðum við Ísland.“

Frétt Daily Telegraph

Frétt Euobserver.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert