Sunnanlands nær veðurhæð með austanáttinni hámarki nú undir kvöldið. Snarpar hviður 35-40 m/s verða undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit, en dregur úr mestu veðurhæðinni í kvöld. Eins verða hviður 30-40 m/s fram á kvöld undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Það hlánar smámsaman, einnig um landið norðanvert, og hætt er við flughálku þegar blotnar á ís og klaka á vegunum.
Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.
Hálka eða hálkublettir eru víða bæði á Suður- og Vesturlandi. Óveður er undir Eyjafjöllum.
Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Þröskuldum. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Klettsháls. Hálka og skafrenningur er á Hrafnseyrarheiði og snjóþekja og skafrenningur á Dynjandisheiði.
Á Norðurlandi vestra er hálka á flestum leiðum þó eru hálkublettir á Vatnsskarði.
Á Norðausturlandi er hálka.
Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Flughálka er báðu megnin við Fáskrúðsfjarðargöngin.
Á Suðausturlandi eru hálkublettir nokkuð víða.