35-40 m/s í hviðum í kvöld

Sunn­an­lands nær veðurhæð með austanátt­inni há­marki nú und­ir kvöldið. Snarp­ar hviður 35-40 m/​s verða und­ir Eyja­fjöll­um og í Öræfa­sveit, en dreg­ur úr mestu veðurhæðinni í kvöld.  Eins verða hviður 30-40 m/​s fram á kvöld und­ir Hafn­ar­fjalli og á Kjal­ar­nesi. Það hlán­ar smám­sam­an, einnig um landið norðan­vert, og hætt er við flug­hálku þegar blotn­ar á ís og klaka á veg­un­um.

Þetta kem­ur fram í ábend­ing­um veður­fræðings Vega­gerðar­inn­ar.

 Hálka eða hálku­blett­ir eru víða bæði á  Suður- og Vest­ur­landi. Óveður er und­ir Eyja­fjöll­um.

 Á Vest­fjörðum er hálka og hálku­blett­ir. Hálka og skafrenn­ing­ur er á  Þrösk­uld­um. Snjóþekja og skafrenn­ing­ur er á Stein­gríms­fjarðar­heiði og á Kletts­háls. Hálka og skafrenn­ing­ur er á Hrafns­eyr­ar­heiði og snjóþekja og skafrenn­ing­ur á Dynj­and­is­heiði.

 Á Norður­landi vestra er hálka á flest­um leiðum þó eru hálku­blett­ir á Vatns­skarði.

 Á Norðaust­ur­landi er hálka.

 Á Aust­ur­landi er víða hálka eða hálku­blett­ir. Flug­hálka er báðu megn­in við Fá­skrúðsfjarðargöng­in.

 Á Suðaust­ur­landi eru hálku­blett­ir nokkuð víða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka