Alþýðusamband Íslands segir að auglýsing sem var birt í síðusti viku hafi leitt til nokkurs upphlaups á stjórnarheimilinu. Í auglýsingunni var bent á atriði sem ASÍ telur telur ríkisstjórnina hafa lofað í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 2011 en ekki efnt. Rökin liggja nú fyrir á vef ASÍ.
„Nokkurt upphlaup varð á stjórnarheimilinu vegna auglýsingarinnar og oddvitar ríkisstjórnarinnar létu stór orð falla í garð ASÍ og þó einkum forseta þess,“ segir ASÍ.
Auglýsingin bar yfirskriftina „Orð skulu standa“.
„Við gerð kjarasamninga í maí 2011 gaf ríkisstjórnin loforð um mikilvægar aðgerðir sem innlegg í að ná sátt á vinnumarkaði. Veigamikil atriði hafa ekki verið efnd. ASÍ hvetur Alþingi til að standa með íslensku launafólki,“ segir í auglýsingunni.