Auglýsing leiddi til upphlaups á stjórnarheimilinu

Auglýsing ASÍ.
Auglýsing ASÍ.

Alþýðusam­band Íslands seg­ir að aug­lýs­ing sem var birt í síðusti viku hafi leitt til nokk­urs upp­hlaups á stjórn­ar­heim­il­inu. Í aug­lýs­ing­unni var bent á atriði sem ASÍ tel­ur tel­ur rík­is­stjórn­ina hafa lofað í tengsl­um við gerð kjara­samn­inga vorið 2011 en ekki efnt. Rök­in liggja nú fyr­ir á vef ASÍ.

„Nokk­urt upp­hlaup varð á stjórn­ar­heim­il­inu vegna aug­lýs­ing­ar­inn­ar og odd­vit­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar létu stór orð falla í garð ASÍ og þó einkum for­seta þess,“ seg­ir ASÍ.

Aug­lýs­ing­in bar yf­ir­skrift­ina „Orð skulu standa“.

„Við gerð kjara­samn­inga í maí 2011 gaf rík­is­stjórn­in lof­orð um mik­il­væg­ar aðgerðir sem inn­legg í að ná sátt á vinnu­markaði. Veiga­mik­il atriði hafa ekki verið efnd. ASÍ hvet­ur Alþingi til að standa með ís­lensku launa­fólki,“ seg­ir í aug­lýs­ing­unni.

Rök ASÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert