Margir grásleppusjómenn sitja uppi með hrognatunnur frá síðustu vertíð.
Áætla má útflutningsverðmæti birgða 500-700 milljónir króna eftir því við hvaða verð er miðað.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að vegna erfiðleika víða í sjávarplássum spurðist Landssamband smábátaeigenda fyrir um það hvort mögulegt væri að Bjargráðasjóður aðstoðaði grásleppukarla. Svo reyndist ekki vera.