Siglingastofun ákvað í gær að hætta í bili dýpkun í Landeyjahöfn í ljósi aðstæðna. Í síðustu viku leit út fyrir að hægt yrði að dýpka í höfninni svo Herjólfur gæti siglt þangað um hátíðirnar. Var dýpkunarskipið Perlan því send á staðinn.
Síðdegis í fyrrdag var ljóst að hagstæð veðurspá myndi ekki ganga eftir. Auk þess sýndu dýptarmælingar sem gerðar voru í fyrrdag að magnið sem fjarlægja þyrfti fyrir Herjólf væri of mikið til að það næðist áður en veðrið gengi upp aftur.