Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu velferðarráðherra um hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta og að verulega verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna á bætur leigjenda. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs vegna breytinganna aukist um tæpan milljarð á næsta ári.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að breytingarnar séu liður í innleiðingu nýs húsnæðisbótakerfis og markmiðið einkum að húsaleigubætur nái til fleiri heimila en verið hefur.
Velferðarráðherra mun fyrir áramót setja reglugerð til breytinga á reglugerð um húsaleigubætur nr. 118/2003 sem kveður á um umræddar breytingar sem taka gildi á næsta ári