Kostar neytendur 27 kr. á lítra

Almennt vörugjald af bensíni og kolefnisgjald mun með virðisaukaskatti kosta neytendur 26,70 krónur á hvern lítra, umfram bensínskattana sem lagðir voru á 2008.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) varar við þessari þróun í umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Með fyrirhuguðum hækkunum mun almennt vörugjald, sem er föst krónutala á lítra, hækka um 174% frá 2008 til 2013, eða úr 9,34 kr. og upp í 25,60 kr. á lítra. Kolefnisgjaldið sem fyrst var lagt á 2010 er nú 5 kr. á lítra. Báðir skattarnir renna til annarra verkefna en vegagerðar.

FÍB bendir á að bifreiðagjöld hafi hækkað umfram verðlagsþróun frá hruni. Boðuð viðbótarhækkun sé því hrein skattahækkun en ekki verðlagsaðlögun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert