Leysing víða á aðfangadag

Oslóartréð á Austurvelli.
Oslóartréð á Austurvelli. mbl.is/Golli

Leysing verður á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins á aðfangadag, samkvæmt veðurspá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Á vefsvæði sínu birtir hann spá fyrirtækis síns Veðurvaktarinnar fyrir jólin.

Einar segir að einna helst verði leysing á Ísafirði og á norðanverðum Vestfjörðum þar sem líklegt sé að verði éljagangur og hiti um eða rétt undir frostmarki. 

„Víðáttumiklu og fremur djúpu lægðarsvæði er spáð suður af landinu á aðgangadag og skil með úrkomu verða viðloðandi austanvert landið. Hvöss NA-átt verður um mikinn hluta landsins.“ 

Einar segir að á jóladag gæti lægðinni borist liðsauki úr suðaustri og áfram verði hvasst eða stormur. „Óvissan á þessari stundu tengist einna helst hitastiginu og hvort úrkoma falli sem snjókoma, slydda eða rigning.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert