Leysing víða á aðfangadag

Oslóartréð á Austurvelli.
Oslóartréð á Austurvelli. mbl.is/Golli

Leys­ing verður á öll­um helstu þétt­býl­is­stöðum lands­ins á aðfanga­dag, sam­kvæmt veður­spá Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings. Á vefsvæði sínu birt­ir hann spá fyr­ir­tæk­is síns Veður­vakt­ar­inn­ar fyr­ir jól­in.

Ein­ar seg­ir að einna helst verði leys­ing á Ísaf­irði og á norðan­verðum Vest­fjörðum þar sem lík­legt sé að verði élja­gang­ur og hiti um eða rétt und­ir frost­marki. 

„Víðáttu­miklu og frem­ur djúpu lægðarsvæði er spáð suður af land­inu á aðganga­dag og skil með úr­komu verða viðloðandi aust­an­vert landið. Hvöss NA-átt verður um mik­inn hluta lands­ins.“ 

Ein­ar seg­ir að á jóla­dag gæti lægðinni borist liðsauki úr suðaustri og áfram verði hvasst eða storm­ur. „Óviss­an á þess­ari stundu teng­ist einna helst hita­stig­inu og hvort úr­koma falli sem snjó­koma, slydda eða rign­ing.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert