Líðan mannsins stöðug

Björgunarsveitir færðu manninn niður úr ísilögðu klettabeltinu og bjuggu til …
Björgunarsveitir færðu manninn niður úr ísilögðu klettabeltinu og bjuggu til flutnings. Ljósmynd/Kolbeinn Guðmundsson

Líðans karlmanns sem slasaðist í Múlafjalli í Hvalfirði í dag er stöðug samkvæmt upplýsingum frá lækni á Landspítalnum. Maðurinn var fluttur á slysadeild síðdegis og var lagður inn í kjölfarið.

Læknirinn segir auk þess að líðan mannsins sé ágæt eftir atvikum, en hann liggur ekki á gjörgæsludeild spítalans.

Maðurinn slasaðist þegar hann var á leið á ísklifursæfingu í Múlafjalli. Björgunarsveitir færðu hann niður úr ísilögðu klettabeltinu og bjuggu til flutnings. Hann var síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert