Margir nýir sem sækjast eftir aðstoð

Mæðrastyrksnefnd hefur í dag úthlutanir á gjöfum frá velunnurum.
Mæðrastyrksnefnd hefur í dag úthlutanir á gjöfum frá velunnurum. mbl.is/Kristinn

Mæðrastyrksnefnd hefur í dag úthlutanir fyrir jólin. Að sögn Ragnhildar Guðmundsdóttur, formanns Mæðrastyrksnefndar, hafa margar umsóknir borist um hjálp.

„Okkur finnst ásóknin vera mjög mikil. Við sjáum mörg ný andlit. Hingað koma öryrkjar, námsfólk, og þá sérstaklega konur sem eru með börn á framfæri, fólk í lægstu launaflokkunum, stórar fjölskyldur og eldri borgarar sem orðið hafa fyrir niðurskurðarhnífnum,“ segir Ragnhildur.

Hún vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem gefið hafa í söfnunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert