Sáu kostina við aðildina

Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands.
Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands. AFP

Stuðning­ur við aðild Eist­lands að Evr­ópu­sam­band­inu jókst eft­ir að landið gerðist meðlim­ur árið 2004, sér­stak­lega á meðal lands­byggðarfólks og fólks í land­búnaði. Þetta kom fram í máli Ur­mas Paet, ut­an­rík­is­ráðherra Eist­lands, á opn­um fundi í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu nú í há­deg­inu.

Eist­land hef­ur verið í Evr­ópu­sam­band­inu frá ár­inu 2004 og verið hluti af evru­svæðinu frá 2010. Paet sagði að um 68% Eista hafi samþykkt aðild­ina í þjóðar­at­kvæðagreiðslu en nú sé stuðning­ur­inn við aðild­ina einn sá mesti í Evr­ópu.

„Fólk sá hvað fólst í því að vera aðild­ar­ríki ESB. Mesta breyt­ing­in var á meðal lands­byggðarfólks og aðila í land­búnaði sem sá hvaða kosti hlut­ir á borð við land­búnaðarstyrki og sam­eig­in­lega markaðinn buðu upp á. Þetta viðhorf breidd­ist um allt sam­fé­lagið og nú er stuðning­ur­inn við aðild­ina yfir 80%,“ sagði Paet.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert