Þegar skipting styrktarforeldra SOS barna á Íslandi er skoðuð eftir póstnúmerum og höfðatölu kemur í ljós að nágrannar Þórshafnar á Langanesi tróna á toppnum. Fjöldi þeirra SOS barna sem eiga íslenska styrktarforeldra er nærri 6.000 í dag og hefur þeim fjölgað nokkuð á árinu.
Samkvæmt upplýsingum frá SOS Barnaþorpum eru íbúar dreifbýlis Þórshafnar (póstnúmer 681) með flest SOS börn á sínu framfæri, þegar litið er til póstnúmera með fleiri en 100 íbúa. Þar er fimmta hvert heimili með styrktarbarn í SOS Barnaþorpi.
Af fjölmennum póstnúmerum eru flestir styrktarforeldrar í 107 Reykjavík og 601 Akureyri. Hér má sjá lista yfir tíu efstu póstnúmerin:
1. Þórshöfn, dreifbýli (681)
2. Laugarvatn (840)
3. Vík í Mýrdal (870)
4. Stöðvarfjörður (755)
5. Kópasker (670)
6. Hrísey (630)
7. Reykjavík (107)
8. Akureyri, dreifbýli (601)
9. Hofsós (565)
10. Þórshöfn (680)