Formaður Rannsóknarnefndar sjóslysa segir að Landeyjahöfn sé vandamálið, ekki Herjólfur, og vitnar til niðurstöðu athugunar á óhappi sem varð í innsiglingunni á árinu 2010.
Nefndin skrifaði Siglingastofnun og lýsti yfir áhyggjum af öryggi skips, áhafnar og farþega. Ingi Tryggvason segir að atvik sem síðar hafi orðið hafi ekki dregið úr áhyggjum nefndarinnar – heldur þvert á móti.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann að ekki þurfi að bíða með nauðsynlegar ákvarðanir um höfnina eftir nýju áliti. Nefndin rannsakar nú alvarlegra óhapp sem varð í nóvember þegar Herjólfur rakst utan í hafnargarð og skemmdi skrúfu.