„Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson voru í Kastljósi 13. desember. Tilefnið var heilsíðuauglýsing Alþýðusambandsins um að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við gefin loforð við gerð kjarasamninganna í maí 2011“ segir Halldór Blöndal, fyrrum forseti Alþingis, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Segir Halldór að Steingrímur hafi verið spurður að því hver væru viðbrögð hans við þessu útspili ASÍ og fyrstu orð ráðherrans voru þessi: Þau eru mjög einföld, þetta er með endemum ósvífin, órökstudd og ósönn auglýsing, sem er Alþýðusambandsforystunni og Gylfa Arnbjörnssyni til lítils sóma.“
Í grein sinni segir Halldór m.a.: „Mér þótti rétt að fletta upp í yfirlýsingunni til að nálgast sannleikann. Þar gumar ríkis8 stjórnin af því að fjármálakerfið hafi verið endurreist, að vextir hafi lækkað umtalsvert og að jafnvægi hafi komist á gengi krónunnar. Síðan er tíundað með hvaða hætti eigi að viðhalda þessum árangri. Þetta tók forysta Alþýðusambandsins sem fyrirheit og lái henni hver sem vill. Nú er öllum ljóst, að dæmið gekk ekki upp. Verðbólgan er hálfu meiri en stefnt var að og krónan á hallanda fæti en kjarasamningar í uppnámi.
Síðar í greininni segir forsetinn fyrrverandi: „Fyrstu ár mín á þingi kynntist ég miklum kempum og leiðtogum, Eysteini Jónssyni, Gylfa Þ. Gíslasyni, Jóhanni Hafstein, Lúðvík Jósefssyni og Ólafi Jóhannessyni. Allir höfðu þeir verið harðir í horn að taka, en eltust vel. Og þeir urðu umburðarlyndari og mýktust í skapi með árunum. Aldrei hefði þeim dottið í hug að hreyta í forseta ASÍ eða tala niður til hans, enda er hann fulltrúi annars hvers launamanns í landinu. Slíkt hátterni hefði haft skelfilegar afleiðingar og lýsir tíðarandanum.“