Daginn tekið að lengja

Ljósaskipti við upphaf vetrarsólstaða
Ljósaskipti við upphaf vetrarsólstaða mbl.is/Rax

Jólahátíðin er framundan með allir sinni dýrð og ljóma og er ein helgasta hátíð kristinna manna en um þetta leyti árs fögnum við einnig umskiptum ljóss og myrkurs þegar skammdegið víkur hægt og rólega fyrir hækkandi sól.

Vetrarsólstöður urðu í dag rétt fyrir hádegi eða klukkan 11.12. Umskiptin ganga hægt til að byrja með og er varla sjónarmunur fyrstu dagana en daginn lengir um rúmar 10 sekúndur fyrsta daginn hér í Reykjavík en heilar 12 sekúndur fyrir norðan og njóta Akureyringar því dagsljóssins örlítið lengur. Við njótum þó öll jólaljósanna meðan mesta skammdegið gengur yfir. Sólstöður eiga sér stað tvisvar sinnum á ári þegar sólin er lengst frá miðbaug himins annaðhvort til norðurs eða suðurs. Vetrarsólstöður geta hlaupið til milli daganna 20. og 23. desember og sumarsólstöður eru á tímabilinu 20. til 22. júní ár hvert og verða 21. júní á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert