Góður gangur í fríverslunarviðræðum

Frá viðræðunum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði en þær …
Frá viðræðunum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði en þær fóru fram í Þjóðmenningarhúsinu. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Vel þokaðist í viðræðum Ísland og Kína um fríverslun samkvæmt fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en fimmta lota viðræðnanna fór fram í Reykjavík 18.-20. desember. Gert er ráð fyrir að næsta lota samningaviðræðnanna fari fram snemma á næsta ári og er vonast til að hún verði sú síðasta.

„Markmið með  gerð fríverslunarsamningsins er fyrst og fremst að tryggja útflutningshagsmuni Íslands á þeim mikilvæga og ört vaxandi markaði sem Kína er. Samningsdrögin sem fyrir liggja að lokinni fimmtu lotunni eru áþekk þeim sem gengur og gerist í fríverslunarsamningum þeim sem Ísland gerir í samfloti við önnur EFTA-ríki,“ segir í tilkynningunni.

Formaður íslensku viðræðunefndarinnar er Bergdís Ellertsdóttir sendiherra en formaður kínversku nefndarinnar er Sun Yuanjiang, skrifstofustjóri í kínverska utanríkisviðskiptaráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert