Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að við álagningu opinberra gjalda verði sett nýtt gjald, vegagjald, á starfsemi bílaleiga en gjaldið á að reiknast út frá virðisaukaskattskyldri veltu vegna starfsemi bílaleiga.
Breytingartillögu meirihlutans við frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, svokallaðan bandorm, var útbýtt á Alþingi í gærkvöldi. Samkvæmt drögum að nefndaráliti meirihlutans um frumvarpið verður ekki tekið tillit til innskattsfrádráttar við álagningu gjaldsins. Í breytingartillögunni segir að álagningin skuli nema 1,% af virðisaukaskattskyldri veltu rekstrarársins á undan.
Í Morgunblaðinu í dag segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í nefndinni, vegagjaldið í raun vera nýtt 27% virðisaukaskattsþrep fyrir bílaleigur. „Það er bara látið heita vegagjald en það er í rauninni 27%, nema það er verra af því að maður fær ekki að draga neinn innskatt af því,“ segir Guðlaugur Þór.