Hornfirðingar fá veglega jólagjöf

Hið nýja knatthús setur mikinn svip á bæinn. Húsið er …
Hið nýja knatthús setur mikinn svip á bæinn. Húsið er 4.200 fermetrar að stærð.

Nýtt fjölnota knatthús verður vígt á Höfn í Hornafirði vígt við hátíðlega athöfn í dag, laugardag. Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa þess.

Í umfjöllun um aðdraganda hússins og byggingu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að undanfarnar vikur og daga hefur mátt finna fyrir mikilli eftirvæntingu og tilhlökkun í samfélaginu og margir farnir að bíða óþolinmóðir eftir að komast í húsið að æfa og leika sér.

Húsið er staðsett á íþróttasvæðinu rétt við grunnskólann sem eykur enn frekar notagildi þess. Íþróttaaðstaða á Hornafirði er nú orðin einstaklega góð en ný sundlaug var tekin í notkun fyrir nokkrum árum og íþróttavöllurinn endurbyggður með gerviefni á frjálsíþróttaaðstöðunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert