Líf í heslihnetum

Heslihnetur frá Himneskri hollustu.
Heslihnetur frá Himneskri hollustu.

Heildsalan Yggdrasill hefur í samvinnu við matvælaeftirlitið á Íslandi ákveðið að innkalla 100 g af heslihnetum frá vörumerkinu Himneskri hollustu vegna þess að líf fannst í einstaka pokum. Verið er að fjarlæga vöruna úr hillum verslana.

Vörurnar sem um ræðir eru merktar með dagsetningunum 15.12.13. Engin hætta stafar af þessu en eðlilega er varan innkölluð í samstarfi við verslanir og verslunarstjóra. Kunni einhver að eiga þessa vöru heima hjá sér er viðkomandi beðinn um að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt og fá hana bætta.

Vörunni má skila í eftirfarandi verslanir: 

Fjarðarkaup, LIFANDI markaður, Víðir, Nettó, Samkaup Úrval, Kaskó, Krónan, Þín verslun Seljabraut, Melabúð, 10-11, Blómaval, Heilsuver og Vöruval Vestmannaeyjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert