Skylda að vera með björgunarbúninga

Frá sjóbjörgunaræfingu.
Frá sjóbjörgunaræfingu. mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarbúningar skulu vera um borð í öllum skipum sem notuð eru í atvinnuskyni samkvæmt breytingu á reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa sem taka gildi nú um áramót.

Krafan tekur gildi fyrir báta sem eru 8-12 metrar að lengd nú um áramót, eða frá og með 1. janúar 2013, og fyrir báta undir 8 metrum frá og með 1. janúar 2014.

Siglingastofnun segir, að fram að þessu hafi skv. reglum nr. 189/1994, með síðari breytingum verið skylt að hafa björgunarbúninga um borð í öllum skipum sem séu 12 metrar að lengd og lengri og notuð séu í atvinnuskyni. Í bátum undir 12 metrum eigi að vera viðurkenndur vinnufatnaður fyrir alla um borð, sem sé einangrandi og búinn floti. Skemmtibátar með haffærisskírteini til úthafssiglinga skulu búnir björgunarbúningum fyrir alla þá sem eru um borð hverju sinni.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert