Stormur um landið sunnanvert

mbl.is/Kristinn

Vegagerðin segir í tilkynningu að vindröst með austanstormi nái syðst inn á landið. Reiknað sé með vindhviðum undir Eyjafjöllum allt til morguns, 30-40 m/s. Víðast hvar helst hitinn ofan frostmarks enn um sinn, en fer hægt kólnandi í fyrramálið.

Færð og aðstæður

Hálka eða hálkublettir eru á fáeinum stöðum um sunnan- og vestanvert landið en annars eru vegir að mestu greiðfærir.

Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir víðast hvar en þó er flughált á  Dynjandisheiði og í Trostansfirði.

Áframhaldandi hálka eða hálkublettir eru svo víða á Norðurlandi en flughálka í Fnjóskadal.

Hálka eða hálkublettir eru einnig víða á Austurlandi en flughált austan megin í Hofsárdal í Vopnafirði, í Hróarstungu, Jökulsárhlíð og á Efri-Jökuldal.

Suðaustanlands eru vegir nú greiðfærir en vegna samfelldrar rigningar og leysinga er ennþá hætt við grjóthruni þar sem vegur liggur undir bröttum hlíðum.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. Sjá staðsetningu hreindýra hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert