Þingmenn komnir í jólafrí

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Kristinn

Þingfundi á Alþingi lauk um klukkan þrjú í nótt með því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra frestaði fundum Alþingis til 14. janúar 2013. Þakkaði hún  þingmönnum og starfsmönnum þingsins fyrir störf sín og óskaði þeim og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Meðal þeirra laga sem samþykkt voru í gærkvöldi og nótt voru breytingar á barnalögum, á lögum um almannatryggingar, á lögum um atvinnuleysistryggingar, fæðingar- og foreldraorlof og bandormurinn svonefndi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka