Góð stemning í miðborginni

Þúsundir manna gerðu sér ferð í miðborg Reykjavíkur í kvöld, hvort sem var til að kaupa síðustu jólagjafirnar eða verja síðasta kvöldi fyrir jól með vinum og fjölskyldu. Miklar tafir voru á umferð í kringum miðborgina og hefur eflaust tekið töluverðan tíma fyrir fólk að komast til síns heima.

Meðal þess sem var á dagskrá var friðargangan sem fór niður Laugaveginn klukkan sex, þá sungu tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Garðar Thor Cortes og Snorri Wium sígild jólalög við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara.

Jólabærinn er opinn til klukkan 23 eins og flestar verslanir á Laugaveginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert