Hannes Smárason veitti Kára ráð

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. Ómar Óskarsson

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, var ráðgjafi við söluna á Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen. Bandaríska fyrirtækið greiðir 415 milljónir bandarískra dala eða um 52 milljarða íslenskra króna, fyrir allt hlutafé ÍE. 

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar var rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem staðfesti að Hannes hafi veitt ráðgjöf. Hún hafi þó ekki skipt öllu máli um það hvort fyrirtækið yrði selt.

Hannes var á árum áður aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um sjö ára skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert