Óveður í Vatnsskarði eystra

Hálka eða snjóþekja  er víða á Aust­ur­landi.  Á  Fjarðar­heiði er þæf­ings­færð, snjóþekja á Fagra­dal og hálka og snjó­koma í Oddsk­arði. Í Vatns­skarði eystra er óveður og þæf­ings­færð.

Á Vest­fjörðum er hálka og hálku­blett­ir á fjall­veg­um og tölu­verð hálka á Strönd­um.

Norðvest­an­lands eru hálku­blett­ir nokkuð víða og hálka í innsveit­um. Hring­veg­ur­inn er þó að mestu greiðfær.

Á Norður­landi eystra er hálka eða hálku­blett­ir á flest­um leiðum en þó að mestu greiðfært með norðaust­ur­strönd­inni frá Húsa­vík að Vopnafirði.

Veg­ir um sunn­an og vest­an­vert landið eru að mestu greiðfær­ir en þó er­hálka í Grafn­ingi og efst á Land­vegi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert