Matthías Máni Erlingsson svelti sig í viku á Litla-Hrauni til að undirbúa sig fyrir flóttann. Hann borðaði svo mikið rétt áður en hann strauk, samkvæmt heimildum mbl.is.
Matthías Máni gaf sig fram á sveitabæ í Þjórsárdal í morgun. Hann var vopnaður en ekki ógnandi að sögn húsráðenda á Ásólfsstöðum.
Samkvæmt heimildum mbl.is vildi Matthías með sveltinu sjá hversu lengi hann gæti verið án matar. Hann var þó ekki matarlaus allan tímann sem hann var í felum því er hann gaf sig fram var hann með matvæli meðferðis. Þá tók hann einnig hraustlega til matar síns hjá ábúendum á Ásólfsstöðum sem buðu honum súpu og fleira eldsnemma í morgun.
Frétt mbl.is: Gaf sig fram vegna mömmu sinnar
Frétt mbl.is: Fanginn gaf sig fram vopnaður byssu