Þakklátur fyrir að vera á lífi

Eiríkur Ingi Jóhannsson og Berta Gunnlaugsdóttir með börnin sín fjögur.
Eiríkur Ingi Jóhannsson og Berta Gunnlaugsdóttir með börnin sín fjögur. mbl.is/RAX

Á heimili Eiríks Inga Jóhannssonar hefur verið í nógu að snúast á aðventunni eins og á flestum öðrum heimilum. Tæpt ár er liðið síðan Eiríkur bjargaðist á ótrúlegan hátt er togarinn Hallgrímur SI fórst undan ströndum Noregs, en þrír skipsfélagar hans fórust.

Framundan segir Eiríkur að sé að halda „jól á jákvæðum nótum“ með eiginkonunni og fjórum börnum þeirra. Jólin og samveran með fjölskyldunni hafi alltaf skipt hann miklu máli. Eiríkur segist þakklátur fyrir að vera á lífi „og kannski tek ég aðeins þéttar utan um konuna og börnin á þessum jólum“.

Um mánuðina sem liðnir eru frá slysinu segir hann í umfjöllun um björgunina og kjölfar hennar  í Morgunblaðinu í dag: „Það hafa ýmsir bardagar verið í þessu, sem maður gat ekki gert sér grein fyrir áður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert