Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stefnir á suðurpólinn, heyrði í fjölskyldu sinni í gærkvöldi og gæddi sér á hreindýrarétt og drakk það besta malt og appelsín sem hún hefur fengið. Þetta kemur fram í pistli sem hún ritar á vefinn Lífsspor.
Hún gekk 25 km í gær og skíðaði að tjaldi Bandaríkjamannsins Aarons Lindsaus sem einnig stefnir á að ganga einn á pólinn og án utanaðkomandi aðstoðar. Hann lagði hins vegar af stað sautján dögum á undan henni sem sýnir kannski best hvað Vilborgu Örnu miðar vel á ferðalagi sínu.
Hún segir að það hafi verið vinalegt að hitta hann og þau hefðu eflaust getað talað saman allan daginn enda af nægu að taka.