Horft sé til framtíðar í skipulagsmálum

Mynd af Sóleyjartorgi sem gert er ráð fyrir að verði …
Mynd af Sóleyjartorgi sem gert er ráð fyrir að verði hluti af nýja spítalanum. mbl.is

Breyt­ing­ar á deili- og aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur og svæðis­skipu­lagi höfuðborg­ar­svæðis­ins vegna bygg­ing­ar nýs Land­spít­ala við Hring­braut hafa nú verið samþykkt­ar á öll­um víg­stöðvum. Öll sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu hafa samþykkt svæðis­skipu­lagið, eft­ir að það fór síðast í gegn­um bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness og auka­fund í hrepps­nefnd Kjós­ar­hrepps.

Þó að búið sé að samþykkja breytt skipu­lag hjá sveit­ar­fé­lög­un­um hef­ur það ekki gengið mót­atkvæðalaust. Áhyggj­um hef­ur verið lýst af bygg­inga­magni á lóðinni og þungri um­ferð kring­um spít­al­ann og á helstu um­ferðaræðum. Við deili­skipu­lag Reykja­vík­ur bár­ust ríf­lega 800 at­huga­semd­ir frá al­menn­ingi. Minni­hlut­inn í borg­ar­stjórn gagn­rýndi við af­greiðslu máls­ins sl. fimmtu­dag að meiri­hlut­inn virti að vett­ugi all­ar þess­ar at­huga­semd­ir.

Allt snú­ist um einka­bíl­inn

Ekki hafa þó all­ir áhyggj­ur af auk­inni um­ferð eða miklu bygg­inga­magni. Meðal þeirra er Sig­urður Ein­ars­son arki­tekt sem flutti er­indi á sam­ráðsþingi Nýs Land­spít­ala ný­verið. Hann seg­ir umræðu um skipu­lags­mál vera fasta í nútíðinni og snú­ast alltof mikið um nú­ver­andi ástand um­ferðar, einka­bíl­inn og meng­un.

„Það er verið að skipu­leggja spít­ala til næstu ár­hundraða og í mín­um huga er al­veg ljóst að við mun­um eins og allr­ar aðrar þjóðir þróa okk­ur út úr einka­bíl­ism­an­um sem hér hef­ur allt snú­ist um,“ seg­ir Sig­urður og bend­ir á þróun skipu­lags­mála í Ber­gen í Nor­egi, sem hann hef­ur aðeins komið að sem arki­tekt. Hann seg­ir Ber­gen svipa til höfuðborg­ar­svæðis­ins, bæði hvað varðar fólks­fjölda og þétt­ingu byggðar, sem og veðurfars. Þar hafi miðborg­in verið skipu­lögð upp á nýtt, með það fyr­ir aug­um að draga úr notk­un einka­bíls­ins sem allra mest. Létt­lesta­kerfi of­anj­arðar var tekið í gagnið, sem geng­ur úr út­hverf­un­um í miðborg­ina og Sig­urður seg­ir það hafa gef­ist mjög vel. Á tveim­ur árum hafi notk­un létt­lest­anna auk­ist mikið. „Það er ein­falt að búa til braut fyr­ir þess­ar lest­ir. Þetta er kerfi sem stenst all­ar tíma­áætlan­ir og er al­veg óháð ann­arri um­ferð. Af hverju ætti þetta ekki al­veg að vera hægt hér?“ spyr Sig­urður.

Hann bend­ir jafn­framt á að þjón­ustu­stigið í um­ferðar­kerf­inu hér á landi sé mjög hátt og þess vegna sé svo gott að vera með einka­bíl.

Gagn­rýni á skipu­lag spít­al­ans hef­ur einnig snúið að bygg­inga­magni á lóðinni en í fyrsta áfanga er áformað að byggja 76 þúsund fer­metra hús­næði. Alls er reiknað með bygg­inga­magni á Land­spít­ala­lóðinni upp á 290 þúsund fer­metra. Sig­urður seg­ir áhyggj­ur af bygg­inga­magni óþarfar. „Ef menn eru ekki að fara þeim mun hærra upp í loftið með bygg­ing­arn­ar, sem mér sýn­ist að sé ekki verið að gera, þá er það ekki spurn­ing um fer­metra á bak við fram­hliðina held­ur hvaða yf­ir­bragð þú hef­ur á bygg­ing­un­um,“ seg­ir hann og tek­ur aft­ur dæmi af miðborg Ber­gen. Þar voru reist­ar bygg­ing­ar við gömlu höfn­ina, svo­nefnd bryggju­hús, með lát­lausri fram­hlið en þétt­byggðum massa af hús­um þar bak við. „Þetta er ekki alltaf spurn­ing um fer­metra held­ur yf­ir­bragð,“ seg­ir Sig­urður.

Hann seg­ir um­hverf­is­mál í sterkri sókn um all­an heim og Íslend­ing­ar fái í raun margt gef­ins með þeirri þróun sem hef­ur átt sér stað ann­ars staðar í heim­in­um.

„Menn eru alltaf að horfa 20 ár aft­ur í tím­ann og segja að hið sama ger­ist á næstu 20 árum. Það er að mínu mati hundalógík sem geng­ur aldrei upp.“

Líkan af nýjum Landspítala
Lík­an af nýj­um Land­spít­ala mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka