Skötuát Íslendinga á CNN

Það er misjafn smekkur manna að minnsta kosti þegar kemur …
Það er misjafn smekkur manna að minnsta kosti þegar kemur að skötu mbl.is/Golli

Skötuát Íslendinga á Þorláksmessu er sýnt á vef CNN þar sem fréttaritarar sjónvarpsstöðvarinnar senda inn efni, iReport. Segir fréttaritarinn að lyktin af skötunni hafi verið svo römm að hún hafi smitast í tökuvélina.

Í fréttinni er fjallað um íslenskar hefðir í kringum jólin. Einkum og sér í lagi sá siður að borða úldin fisk á Þorláksmessu. Vegna þess hve lyktin er mikil af skötunni fái margir ekki að elda þennan hefðbundna rétt heima hjá sér og því fari margir út að borða á Þorláksmessu.

Hér er hægt að horfa á myndskeiðið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka