4.000 manns án heimilislæknis á Akureyri

Mikill skortur er á heimilislæknum á Akureyri.
Mikill skortur er á heimilislæknum á Akureyri. Árni Sæberg

Ófremd­ar­ástand rík­ir nú í heilsu­gæslu á Norður­landi, en um 4.000 manns eru án heim­il­is­lækn­is. Mar­grét Guðjóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­gæslu­stöðvar­inn­ar á Ak­ur­eyri, seg­ir að þörf sé á minnst þrem­ur lækn­um til viðbót­ar til að anna eft­ir­spurn, en í augna­blik­inu eru 11 lækn­ar starf­andi við HAK. 

Fyrst var greint frá mál­inu á vef Viku­dags á Ak­ur­eyri

„Okk­ur vant­ar nauðsyn­lega lækna til starfa. Vegna fjár­skorts höf­um við ekki getað ráðið til okk­ar starfs­fólk eft­ir því sem við höf­um þurft. Nú spil­ar líka inn í að ekki er held­ur auðvelt að fá lækna til starfa,“ seg­ir Mar­grét. 

Hún seg­ir ástandið í þétt­býlis­kjörn­um víða um land slæmt, og verra á Ak­ur­eyri en í höfuðborg­inni. „Við höf­um verið á svipuðu róli og Reykja­vík hvað þetta varðar. Lengi hef­ur verið talað um hvað staðan er slæm í heilsu­gæslu­mál­um á höfuðborg­inni og nú er svo komið að ástandið er orðið ívið verra hér, og færri lækn­ar við störf,“ seg­ir Mar­grét en að henn­ar sögn er bið eft­ir tíma hjá heim­il­is­lækni að meðaltali 5 virk­ir dag­ar. „Dæmi eru um lækna sem hafa haft 2-3 vikna biðtíma allt árið,“ seg­ir hún.

„Fjölg­un lækna í sér­námi til heim­il­is­lækn­is hef­ur ekki skilað sér til okk­ar, þeir hafa ekki ratað í nægi­lega mikl­um mæli hingað norður,“ seg­ir Mar­grét.

Fólk leit­ar annað

Að henn­ar sögn vant­ar 50 millj­ón­ir upp á að hægt sé að sinna aðkallandi verk­efn­um og ráða nýtt fólk til starfa. „Málið hef­ur farið í gegn­um tvær umræður og ég veit ekki hvernig þetta mun enda í þeirri þriðju, ég er ekki búin að sjá lok­aniður­stöðu fjár­laga. Ef þetta næst ekki mun þetta erfiða ástand halda áfram,“ seg­ir Mar­grét.

„Mikið álag er á þeim sem fyr­ir eru, erfitt er að fá tíma og það moln­ar smátt og smátt und­an heilsu­gæslu­hug­mynda­fræðinni. Fólk leit­ar annað því þörf­in minnk­ar ekk­ert. Fólk leit­ar þá bara í dýr­ari úrræði, til sér­fræðilækna og á spít­al­ann á bráðadagvakt,“ seg­ir Mar­grét og bæt­ir við að álag á þessa staði hafi stór­auk­ist vegna ástands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert