„Hálfvitar og vitfirringar með riffla“

Jón Gnarr borgarstjóri tjáði sig um skort á eftirliti skotvopna …
Jón Gnarr borgarstjóri tjáði sig um skort á eftirliti skotvopna í Bandaríkjunum á facebook síðu sinni í dag. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss

Mikil umræða um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna hefur átt sér stað að undanförnu í kjölfarið á skotárásum sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum að undanförnu, nú síðast í Pennsylvaníu hinn 21. desember. 

Jón Gnarr hefur nú lagt orð í belg, en hann skrifar færslu á facebooksíðu sinni þar sem hann gagnrýnir misnotkun skotvopna. Færslunni fylgir hlekkur á viðtal Piers Morgans við fylgjanda skotvopnalöggjafarinnar, þar sem þáttastjórnandinn hvessir sig við viðmælanda og segir hann heimskan.

Færsla Jóns er svohljóðandi: 

Hvenær muntu læra, Ameríka? Vertu raunsæ! Allar byssurnar og skotvopnin innan landsins ykkar ERU vandamálið. Þið þurfið nauðsynlega á strangara skotvopnaeftirliti að halda! Strax. Þetta er til skammar. Hálfvitar og vitfirringar út um allt með riffla og samsæriskenningar. Og ekki halda að ég viti ekkert um vopn. Ég hef átt allar tegundir vopna. Í augnablikinu á ég Remington 700 Varmint riffil og Remington Marine magnum haglabyssu. Ég nota þær við veiðar. Pabbi minn átti haglabyssu. Þegar ég var 13 ára tók ég hana og skaut úr henni utandyra. Slys hefði auðveldlega getað átt sér stað. Þið verðið að velja á milli ótta og ástar. Gerið það, veljið ástina!

Færslan hefur hlotið gríðarmikil viðbrögð, en þegar þetta er skrifað hafa alls 1.146 manns líkað við hana og 101 deilt henni, auk þess sem fjöldi fólks víða um heim hefur gert við hana athugasemdir. 

Færsluna má sjá á facebooksíðu Jóns Gnarrs hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert