<span><span><span><span>Barnavagn er í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.<span><span><span><span> Vagninn fannst heima hjá karli á þrítugsaldri, en sá býr í vesturborginni. Fátt var um svör þegar maðurinn var spurður um barnavagninn. Viðkomandi gat þó rifjað upp ferð í miðborgina aðfaranótt Þorláksmessu og sagðist þá hafi drukkið ótæpilega og því líklega stolið vagninum í ölæði. Þótt honum þetta afar leitt og vildi maðurinn biðja eiganda barnavagnsins afsökunar á framferði sínu.</span></span></span></span></span></span></span></span>
<span><span><span><span><br/></span></span></span></span>
<span><span><span><span> Eigandi barnavagnsins getur vitjað hans hjá lögreglunni en upplýsingar eru veittar í síma 444-1000 en einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið </span></span><span><span><span>oskilamunir@lrh.is</span></span></span><span><span><span>. </span></span></span><span><span>Krafist verður staðfestingar á eignarhaldi, en barnavagninn er nú geymdur í óskilageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík. Þar er opið virka daga frá kl. 8.15-15.50. </span></span></span></span>
<span><span><span><span><br/></span></span></span></span>